föstudagur, 31. október 2014Það stóð nú alltaf til að tilkynna að ég væri á leiðinni í stutt bloggfrí fram í næstu viku vegna haustfrís í skólum barnanna, en það fór svo að ég tilkynnti það bara á ensku útgáfunni. Undanfarnar vikur hafa leitað á mig hugmyndir að breytingu á bloggunum og núna í fríinu hafa þær orðið skýrari og eiginlega ekki látið mig í friði. Án þess að fara nánar út í þær hér þá ætla ég að gera hlé á íslensku útgáfu bloggins fram yfir áramótin og nota frekar tímann til að leika mér aðeins með þessar hugmyndir mínar. Ég mæti aftur til leiks á ensku útgáfunni á miðvikudaginn í næstu viku.

Gleðilega hrekkjavöku!


fimmtudagur, 16. október 2014

innlit: fyrrum textílverksmiðja í Como

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þetta innlit. Ítalski arkitektinn og listamaðurinn Marco Vido endurgerði þetta ris í Como á Ítalíu en á 3. áratugnum var húsið textílverksmiðja. Ég er í einhvers konar haltu mér-slepptu mér sambandi við iðnaðarstíl því stundum finnst mér hann of kaldur og fráhrindandi. Hérna finnst mér hafa vel tekist til því það er nóg af hlýjum við sem skapar jafnvægi. Auk þess finnst mér svörtu gluggarnir svakalega flottir.
myndir:
Nathalie Krag fyrir Interior Design, ágúst 2014 af Pinterest


miðvikudagur, 15. október 2014

rýmið 76


- forstofa íbúðar í Mílan
- eigandi og hönnuður Roberto Peregalli (og Laura Sartori Rimini), innblásinn af hönnuðinum Lorenzo (Renzo) Mongiardino

mynd:
The World of Interiors, júlí 2013 af síðu Jane Ellsworth Interiors/Pinterest